Jónsmessuganga

Jónsmessuganga ferðafélags Mýrdælinga þetta árið verður um Bárðarfell og inn í Deildarárskóla (23.júní). Mæting við bankaplanið kl. 20:00 og sameinast í bíla. Þá verða bílar skildir eftir við slóðann inn að Bárðarfelli og gengið þaðan inn í Deildarárskóla, boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni í húsi ferðafélagsins. Séð verður til þess að göngufólk komist aftur í bíla. Göngunni stýra Siggi Hjálmars og Guðjón Guðmundsson.  Verð er 500 kr. fyrir félagsmenn og 700 fyrir aðra. Við hvetjum alla til að mæta í létta og skemmtilega Jónsmessugöngu.

Síðasta kvöldgangan – Skógafjall

Fimmta og jafnframt síðasta kvöldganga Ferðafélags Mýrdælinga verður fimmtudagskvöldið 2. júní nk. Þá verður gengið á Skógafjall. Göngustjóri verður Grétar Einarsson og lofar hann léttri og skemmtilegri göngu en ekki verður gengið alveg á topp Skógafjalls svo þetta ætti að henta flestum. Gangan sjálf mun taka um 2 klst. Þeir sem koma úr Vík geta eins og áður hist við Arionbanka kl.19:30 og sameinast í bíla en Grétar hittir hópinn við Jökulsá á Sólheimasandi. Gjaldið er 500 kr fyrir félagsmenn og 700 kr. fyrir aðra.

Stikun gönguleiða í Höfðabrekkuafrétti

Á laugardaginn næsta 27.6 er ætlunin að merkja nokkrar gönguleiðir inn á Höfðabrekkuafrétti. Þetta er verkefni sem ferðafélagið tók að sér í fyrra fyrir Mýrdalshrepp og er það liður í að fjármagna endurbyggingu Deildarárskóla. Það er búið að merkja hluta af þesssum leiðum og er ætlunin að klára þá vinnu næsta laugardag.
Ef þú hefur áhuga á að vera með í þessu skemmtilega verkefni endilega sendu okkur þá tölvupóst á myrdalur@gmail.com eða skilaboð á facebook.

Vinnuhelgi !

Við minnum á vinnuhelgi ferðafélagsins sem verður núna um helgina. Stefnt er að því að leggja vatn að húsi og salerni ásamt því að koma rotþró í jörð. Einnig þarf að mála og laga til í kringum hús svo af nægu er að taka. Til að boða komu sína er hægt að hafa samband við formann í síma 8588210 eða finna „event“ á facebook og bóka sig þar.

Kvöldganga 21.5

Minnum á kvöldgönguna um Ártungnahöfuð – Hrútagilsrana. 1 skór, brottför frá plani við Arionbanki kl. 19:30. Verð fyrir félagsmenn er kr. 600.- en kr. 900.- fyrir aðra.
Ólafur Þorsteinsson Eystri Sólheimum mætir í gönguna en hann er mjög staðkunnugur. Annars ætlar Brandur Jón Guðjónsson að leiða hópinn.

Vinnuhelgi 6-7 júní.

Stjórn ferðafélagsins hefur ákveðið að hafa vinnuhelgi 6 og 7 júní nk. Þá verður haldið áfram að standsetja húsið okkar inn við Barð en það eru enn nokkur handtök eftir. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta þó ekki sé nema annar dagurinn en það er líka upplagt að dvelja á laugardagsnóttina í Þakgili. Það skal tekið fram að fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt hjá okkur:)