Þriðja vetrargangan gengin !

Þriðja vetrargangan var gengin í gær í stilltu og góðu veðri, snjólaust og gott göngufæri.

Gengið var á Búrfell og í Neshólarétt.

Sjö manns gengu og var það flottur hópur.

Myndir úr göngunni í gær

Göngustjóri var Jóhann Vignir Hróbjartsson

Track og nánari upplýsingar koma vonandi fljótlega

Næsta ganga er á Hafursey laugardaginn 17. mars

Ég Vil Gerast Félagi ! 

Í vetrargönguröð ferðafélagsins eru nú fjórar göngur eftir og eru það allt saman mjög spennandi áfangastaðir Hafursey, Hatta, Drangshliðarfjall og svo verður endað með trompi á Eyjafjallajökli þann 19. Apríl.

Mæting í göngurnar hingað til hefur verið góð og vonumst við eftir að það haldi áfram enda göngustjórarnir Grétar Einarsson og Jóhann Vignir Hróbjartsson að standa sig með stakri prýði eins og þeim einum er lagið enda kapparnir með mikla reynslu af fjallgöngum !

Allir mega taka þátt í gönguferðum á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s