Já þetta er sko búið að ganga mjög vel í vetur ef svo má að orði komast !
Nú er komið að sjöttu vetrargöngunni og þeirri næst síðustu í vetrargönguröðinni.
Gengið verður á Drangshlíðarfjall, fimmtudaginn 12. apríl.
Göngumenn sem vilja, hittast á Arionbanka plani kl 19:00, safnast saman í bíla og aka saman að upphafsstað göngu. Aðrir mæta við upphafsstað.
Ekið er frá Vík í vestur og að afleggjaranum að Drangshlíðardal. Gengið verður frá afleggjaranum við Drangshlíðardal.
Göngustjóri er Grétar Einarsson
Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, góðir skór og smá orkugjafi.
Göngugjald er 700 kr fyrir félagsmenn en 1000 kr fyrir aðra.
Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.
P.s. þetta er síðasta gangan fyrir Eyjafjallajökul sem genginn verður þann 19. apríl næstkomandi ! Eru ekki örugglega allir búnir að reima á sig skónna ?