Kæru félagar
Núna fer að líða að sjöundu og síðustu vetrargöngunni.
Stefnt er að því að ganga á Eyjafjallajökul, fimmtudaginn 19. apríl (Sumardaginn fyrsta). Laugardagurinn 21. apríl er þó hafður sem varadagur.
Farið verður upp sunnan við Grýtutind og niður hjá Seljavöllum, endað verður á sundsprett í gömlu seljavallalauginni.
Göngutími er 8 – 10 klst og göngulengd 21 km.
Rétt er að vekja athygli á því að það þarf að skrá sig í þessa göngu !
Skráning er hjá Grétari Einarssyni í síma 8637343
Verð fyrir félaga er 5000 kr en 6500 kr fyrir utanfélagsmenn.
Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, belti, mannbrodda, ísexi, nesti og lítið handklæði(fyrir sundið).
belti, brodda og ísexi er hægt að leigja með því að hafa samband við Grétar.
p.s. Síðasta ganga á Drangshlíðarfjall gekk mjög vel og tók hópur fólks þátt og stóðst útsýnið fullkomlega væntingar.