Kæru félagar og aðrir
Nú er komið að fyrstu göngunni samkvæmt Ferðaáætlun 2012 !
Gengið verður á Geitafjall, Fimmtudaginn 3. maí.
Brottför frá Arionbanka í Vík kl. 19:30 eða við Hotel Volcano á Ketilsstöðum kl. 19:45.
Göngustjóri verður Kolbrún Hjörleifsdóttir.
Frítt fyrir alla í fyrstu göngu sumarsins !
Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.
p.s. sökum anna hjá vefstjóra síðunnar hafa ekki enn komið inn fréttir og myndir af göngunni á Eyjafjallajökul þann 19. apríl s.l. Þátttaka var virkilega góð og göngugarpar fengu topp veður ! Virkilega öfundsvert fyrir þá sem tóku þátt 🙂 Myndirnar koma á mánudag !