Kæru félagar og aðrir
Nú fer að líða að næstu kvöldgöngu. Gengið verður um Skammadalskamba, fimmtudagskvöldið 14. júní.
Lagt verður af stað frá planinu við Arion banka kl: 19:30 og frá Nesrétt kl: 19:40
Guðgeir Sigurðsson bóndi í Skammadal mun ganga með hópnum.
Göngustjóri verður Eiríkur Vilhelm Sigurðarson.
Verð kr. 500 / 700
Þessi ganga er frekar létt og hentar því öllum. Allir eru velkomnir í gönguferðir á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.