Kæru félagar og aðrir
Ákveðið er að ganga á Lómagnúp næsta laugardag 25. ágúst með félögum í Ferðafélagi Austur Skaftafellinga.
Mæting við Lómagnúp kl. 10:00. Gengið verður upp svokallaða eystri leið.
Áætlaður göngutími er 6 – 7 klst.
Ekki þarf að skrá sig í ferðina en gott væri að frétta af þeim sem eru ákveðnir að fara svo hugsanlega sé hægt að sameinast í bíla. Hægt er að senda póst á myrdalur@gmail.com eða hafa samband við formann, Sigurð Hjálmarsson, í síma 8690170.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Ferðafélag Mýrdælinga