Fréttir af starfi deildarinnar

Fulltrúar Ferðafélags Íslands komu í heimsókn í Mýrdalinn föstudaginn 7. september 2012 og héldu óformlegan fund með fulltrúum Ferðafélags Mýrdælinga vegna erindis sem sent var báðum félögum bréflega fyrr á þessu ári af nokkrum bændum í Mýrdal.  Eftir fundinn fóru fulltrúar Ferðafélags Íslands á fund sveitarstjóra Mýrdalshrepps og þaðan á fund bændanna sem sendu áðurnefnt bréf.
Ferðafélag Mýrdælinga fundaði með þeim bændum 24. apríl 2012 þar sem ákveðið var að hafa samráð við Ferðafélags Íslands um viðbrögð við erindinu. Stjórn Ferðafélags Mýrdælinga  hefur ákveðið að aðhafast ekkert frekar í þessu máli og lætur Ferðafélagi Íslands eftir að ákveða hvað þeir gera.

Nú er stutt í ferðaáætlun 2013. Ferðanefnd er að velta fyrir sér skemmtilegum kvöld og dagsferðum þessa dagana. Ferðaáætlun 2012 var vel heppnuð og vel mætt í flest allar ferðir, sama er að segja um vetrarferðirnar sem komu mjög vel út.

Helgina 21. til 23. september 2012 var deildafundur Ferðafélags Íslands haldinn í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Þrír fulltrúar mættu frá okkar deild en það voru Sigurður Hjálmarsson, Gunnar Halldórsson og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson.

Frá því að ný heimasíða www.myrdalur.com leit dagsins ljós snemma árs 2012  hafa orðið um 6000 heimsóknir á síðuna.  Ekki hefur verið talin ástæða að breyta síðunni neitt sem heitir og þess vegna hafa aðeins verið gerðar smávægilegar breytingar á henni.

Lítið hefur gengið með byggingu Deildarárskóla það sem af er þessu ári. Stefnt er að því að gera sem fyrst nokkuð nákvæma kostnaðaráætlun um það sem eftir er að gera í húsinu svo taka megi það í notkun.

Kveðja
Sigurður Hjálmarsson
Formaður Ferðafélags Mýrdælinga

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s