Gangan í Dyrhólaey var virkilega skemmtileg og mættu 13 manns. Þorsteinn á Vatnsskarðshólum tók vel á móti hópnum með skemmtilegri leiðsögn. Einnig bauð hann hópnum að skoða Dyrhólaeyjarvita að lokinni göngu og bauð uppá kaffi. Þökkum Þorsteini kærlega fyrir góðar móttökur.
Hér að neðan eru myndir frá Dyrhólaey 🙂
Næsta ganga verður miðvikudagskvöldið 8. maí og verður genginn hringur í Bólstað.