Helgina 28. og 29. júní n.k. hafa félagar í Ferðafélagi Austur Skaftafellssýslu boðað komu sína til okkar í vinnuferð. Ferðafélag Austur Skaftfellinga ætlar að gera meira fyrir okkur en nýlega tilkynntu þau okkur þá ákvörðun sína að styrkja Ferðafélag Mýrdælinga um kr. 200.000.- sem deildin tekur út í vörum hjá Húsasmiðjunni. Sendum við þeim bestu þakkir fyrir.
Nýlega hefur Ferðafélag Mýrdælinga með aðstoð Kötluseturs sótt um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sótt er um kr. 1.488.479.- sem ætlaðar eru til áframhaldandi byggingar skálans (Deildarárskóla) í Höfðabrekkuafrétti. Reiknað er með að mótframlag félagsins, 1.500.000.-verði vinnuframlag félaga og annara velunnara.