Eftir aðalfund

Aðalfundur ferðafélags Mýrdælinga var haldinn sunnudaginn 1. mars sl. Á aðalfundi var kosið í stjórn, ferðanefnd og voru tveir skoðunarmenn reikninga kosnir. Ekki er mikil breyting í skipan stjórnarmanna en undirritaður og Sigurður Hjálmars höfðu sætaskipti.
Í ferðanefnd hættu Jón Hjálmarsson og Fjóla Gísladóttir og inn koma í staðinn Margrét Steinunn Guðjónsdóttir og Æsa Gísladóttir.
Skoðunarmenn reikninga voru kosnir Grétar Einarsson og Eiríkur V. Sigurðarson.
Starfsskýrsla fyrir árið 2014 var lögð fyrir fundinn og má finna hana hér á heimasíðunni.
Stóru málin þetta árið er að halda áfram eins og fjárhagur leyfir að koma byggingu Deildarárskóla áfram og að standa fyrir áheitagöngu til fjáröflunar. Nánar um það síðar.
Við hvetjum svo alla til að reyna að ná í nýja félaga til að ganga í félagið en hver félagi skiptir máli.
Bestu kveðjur
Guðjón Guðmundsson form.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s