Þá er komið að næstu kvöldgöngu Ferðafélags Mýrdælinga. Hún verður farin fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 20:00. Mæting á bankaplanið í Vík, farið á bílum inn að Selhrygg og þaðan gengið upp Kjósir. Ef skyggni er gott er fallegt útsýni yfir Heiðarvatn þegar komið er upp Kjósir áður en lagt er á Höttu. Af Höttu er gengið framhjá Hrafnatindum og niður Bratthól. Gert er ráð fyrir að gangan taki 2-3 klukkutíma.
Verð er 1000.- kr. fyrir félagsmenn og 1500.- kr. fyrir aðra.
Göngustjóri er Guðjón Þ. Guðmundsson.
Ferðanefnd