Vel heppnuð ganga !

Síðastliðinn fimmtudag var gengið á Hjörleifshöfða. Leiðsögumaður var Þórir Kjartansson og er óhætt að segja að hann þekki höfðann einsog handabakið á sér ef ekki betur. Um 40 manns tóku þátt og eru komnar inn myndir hér!

Endað var á fýlseggjaáti í Gígjagjá og lagðist það vel í mannskapinn.

Næsta ganga er 31. maí og verður gengið Gatnahraun, Presthellir, Hvammsdalur !
Endilega takið daginn frá, sjáumst þar 🙂

 

Hjörleifshöfði – 17. maí 2012

Kæru félagar og vinir

Fimmtudaginn 17. maí  á að ganga á Hjörleifshöfða

Hjörleifshöfði
Ljósmynd; ÞNK

Brottför frá Arion banka er klukkan 19:30

Þórir Kjartansson verður með og segir frá lífinu í Hjörleifshöfða.

Verð er 500 kr fyrir félaga en 700 kr fyrir aðra

Ég Vil Gerast Félagi !

Allir eru velkomnir í gönguferðir á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

P.s. Óvænt uppákoma í Gígjagjá eftir göngu!

Geitafjall 3. maí – Ferðaáætlun 2012

Kæru félagar og aðrir

Nú er komið að fyrstu göngunni samkvæmt Ferðaáætlun 2012 !

Gengið verður á GeitafjallFimmtudaginn 3. maí.

Ljósmyndari Kristinn Kjartansson

Ljósmyndari Kristinn Kjartansson

Brottför frá Arionbanka í Vík kl. 19:30 eða við Hotel Volcano á Ketilsstöðum kl. 19:45.

Göngustjóri verður Kolbrún Hjörleifsdóttir.

Frítt fyrir alla í fyrstu göngu sumarsins !

Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

Ég Vil Gerast Félagi !

p.s. sökum anna hjá vefstjóra síðunnar hafa ekki enn komið inn fréttir og myndir af göngunni á Eyjafjallajökul þann 19. apríl s.l. Þátttaka var virkilega góð og göngugarpar fengu topp veður ! Virkilega öfundsvert fyrir þá sem tóku þátt 🙂 Myndirnar koma á mánudag !

Eyjafjallajökull 19. Apríl

Kæru félagar

Núna fer að líða að sjöundu og síðustu vetrargöngunni.

Stefnt er að því að ganga á Eyjafjallajökul, fimmtudaginn 19. apríl (Sumardaginn fyrsta). Laugardagurinn 21. apríl er þó hafður sem varadagur.

Farið verður upp sunnan við Grýtutind og niður hjá Seljavöllum, endað verður á sundsprett í gömlu seljavallalauginni.

Göngutími er 8 – 10 klst og göngulengd 21 km.

Rétt er að vekja athygli á því að það þarf að skrá sig í þessa göngu !

Skráning er hjá  Grétari Einarssyni í síma 8637343

Verð fyrir félaga er 5000 kr en 6500 kr fyrir utanfélagsmenn.

Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, belti, mannbrodda, ísexi, nesti og lítið handklæði(fyrir sundið).

belti, brodda og ísexi er hægt að leigja með því að hafa samband við Grétar.

p.s. Síðasta ganga á Drangshlíðarfjall gekk mjög vel og tók hópur fólks þátt og stóðst útsýnið fullkomlega væntingar.

Sjötta vetrargangan

Já þetta er sko búið að ganga mjög vel í vetur ef svo má að orði komast !

Nú er komið að sjöttu vetrargöngunni og þeirri næst síðustu í vetrargönguröðinni.

Gengið verður á Drangshlíðarfjall, fimmtudaginn 12. apríl.

Göngumenn sem vilja, hittast á Arionbanka plani kl 19:00, safnast saman í bíla og aka saman að upphafsstað göngu. Aðrir mæta við upphafsstað.

Ekið er frá Vík í vestur og að afleggjaranum að Drangshlíðardal. Gengið verður frá afleggjaranum við Drangshlíðardal.

Göngustjóri er Grétar Einarsson

Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, góðir skór og smá orkugjafi.

Göngugjald er 700 kr fyrir félagsmenn en 1000 kr fyrir aðra.

Ég vil gerast félagi!

Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

P.s. þetta er síðasta gangan fyrir Eyjafjallajökul sem genginn verður þann 19. apríl næstkomandi ! Eru ekki örugglega allir búnir að reima á sig skónna ?

Fimmta vetrargangan – Hatta

Kæru félagar og aðrir

Nú er komið að fimmtu vetrargöngunni, gengið verður á Höttu, fimmtudaginn 29. mars næstkomandi.

Víkurkirkja og Hatta í baksýn Mynd: Leifur Hákonarson

Hatta er fjall okkar Víkurbúa, gnæfir yfir Vikina og flestir líta til hennar á hverjum degi, en hefur þú gengið á Höttu ?

Nú er tækifærið !

Göngumenn hittast á bílaplaninu við Arionbanka, lagt verður af stað klukkan 19:00

Göngustjóri verður Grétar Einarsson

Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, góðir skór og smá orkugjafi.

Verð á göngu er 700 kr fyrir félagsmenn en 1000 kr fyrir aðra.

Ég Vil Gerast Félagi !

Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

Hafursey 17. Mars

Gengið var á Hafursey 17. Mars s.l.

Sex manns gengu í alveg stórkostlegu gönguveðri, blankalogn og sólskin.

Leiðsögumaður í ferðinni var Kolbrún Hjörleifsdóttir.

Göngumenn lentu í óvæntum uppákomum en ekkert var það sem gat spillt göngunni því veðrið var svo flott. Sagðar voru sögur af selinu, stúkunni, Sveini Pálssyni og Kóp.

Læt myndirnar tala sínu máli !

Séð úr Klofgili fram Mýrdalssand

Mýrdalssandur í suður, Hjörleifshöfði í bakgrunn

Leiðsögumaðurinn Kolbrún Hjörleifsdóttir og vinkona hennar Valgerður Pálsdóttir bregða á leik!

Hraustur göngugarpur á toppnum!

 

Næsta ganga verður á Höttu, Fimmtudaginn 29. mars 

Ég Vil Gerast Félagi!

Fjórða vetrargangan 2012 – Hafursey

Kæru félagar og aðrir

Nú er komið að fjórðu vetrargöngu Ferðafélags Mýrdælinga þennan veturinn.

Hafursey að sumarlagi. Hætt er við að hún sé grárri nú en alltaf er hún samt sem áður tignarleg ! Myndina tók Þórir Kjartansson

Gengið verður á Hafursey, Laugardaginn 17. mars, kl 10:00.

Göngumenn hittast á Arionbanka plani, safnast saman í bíla og aka saman að upphafsstað göngu kl 10:00.

Leiðsögumaður verður Kolbrún Hjörleifsdóttir.

Nánari göngulýsingu er að vænta fljótlega.

Búnaðarlisti: Útivistarföt eftir veðri, góðir skór og smá nesti.

Verð á göngu er 700 kr fyrir félagsmenn en 1000 kr fyrir aðra.

Ég Vil Gerast Félagi !

Allir eru velkomnir í vetrargöngur Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

Vorum að setja inn GPS ferla

Kæru félagar og aðrir

Núna höfum við sett inn nýja undirsíðu þar sem ykkur gefst kostur á að skoða 10 gönguleiðir í Mýrdal. Með sumum ferlunum fylgja myndir en heildar vegalengd fylgir með öllum.

Ef þig langar að nálgast GPS ferlana í réttu formati svo að þú getir sett þá í GPS-tækið þitt þá endilega sendu okkur tölvupóst á myrdalur@gmail.com

Dæmi um gönguleiðir er Gæsavatn, Bárðarfell, Höfðabrekkuafréttur og Sólheimaheiði.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta sem hugmyndir að skemmtilegri gönguferð. Við viljum hinsvegar minna alla á að kynna sér aðstæður vel áður en gengið er af stað því að landslagið er fjölbreytt og náttúran síbreytileg.

Ávinningur þess að vera félagi í Ferðafélagi Mýrdælinga

Okkur langaði að benda félögum og öðrum á þau fríðindi sem fylgja því að vera félagi í Ferðafélagi Mýrdælinga.

Hver er ávinningur þess að vera félagi ?

 • Með félagsaðild í Ferðafélagi Mýrdælinga opnast óteljandi möguleikar um spennandi gönguferðir og ferðalög innanlands með  og FM
 • Afsláttur í ferðir félagsins
 • Árbók Ferðafélags Íslands sem kemur út á hverju ári
 • Félagsmenn fá afslátt í allar göngur og skála og FM
 • Frábær félagsskapur og góð hreyfing í náttúru Íslands
 • Afsláttur í öllum helstu útivistarbúðum
  – 15% í Fjallakofanum
  – 10% af Fullorðins- og 15% af barnafatnaði hjá cintamani
  – 10% hjá 66°N
  – 10% hjá Everest
  – 15% stgr. og 10% með kortum hjá Íslenski Ölpunum
  – 10% hjá Útilíf
  4 x 50% afsláttur hjá Útivist og Sport vetur og sumar
 • Aðrir Afslættir
  4 kr. og 2 punktar af eldsneyti hjá N1
  – 10% hjá Kynnisferðum
  – 10% í skoðunarf. og 5% í veisluf. hjá Sæferðum
  – 10% í Veiðivon
  – 10% hjá Bakarameistaranum Suðurveri
  – 10% hjá Dalíu

Endilega kynnið ykkur Vetrargöngur og Ferðaáætlun 2012. Félagar fá ávallt töluverðan afslátt í gönguferðir á vegum félagsins.

Fyrir þá sem ekki eru félagar en hefðu áhuga á því endilega sendið póst á myrdalur@gmail.com með upplýsingum um nafn, heimilisfang og kennitölu. Árgjald er greitt einusinni á ári.

Einnig langaði okkur að benda þeim sem væru skráðir í Ferðafélag Íslands og búa á svæðinu að þeir eru ekki sjálfkrafa skráðir í Ferðafélag Mýrdælinga. Ef þið eruð í Ferðafélagi Íslands en hafið áhuga á að skrá ykkur í Ferðafélag Mýrdælinga endilega sendið okkur póst á myrdalur@gmail.com.