Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl. 17:00 á Hótel Eddu í Vík.
Greinasafn fyrir flokkinn: Forsíða
Lýðheilsugöngur í September
Göngurnar verða alla miðvikudaga í september og hefjast þær kl. 18. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
05. sept. – Létt og skemmtileg óvissuganga undir leiðsögn heimamanna
12. sept. – Létt og skemmtileg óvissuganga undir leiðsögn heimamanna
19. sept. – Létt og skemmtileg óvissuganga undir leiðsögn heimamanna
26. sept. – Létt og skemmtileg óvissuganga undir leiðsögn heimamanna
Upphafsstaður: Víkurskóli í Vík kl. 18:00
Göngustjórar: Heimamenn og/eða fulltrúar Ferðafélags Mýrdælinga
Hér má lesa meira um Lýðheilsugöngur FI – http://lydheilsa.fi.is/
Hatta – 8.Júní
Þá er komið að næstu kvöldgöngu Ferðafélags Mýrdælinga. Hún verður farin fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 20:00. Mæting á bankaplanið í Vík, farið á bílum inn að Selhrygg og þaðan gengið upp Kjósir. Ef skyggni er gott er fallegt útsýni yfir Heiðarvatn þegar komið er upp Kjósir áður en lagt er á Höttu. Af Höttu er gengið framhjá Hrafnatindum og niður Bratthól. Gert er ráð fyrir að gangan taki 2-3 klukkutíma.
Verð er 1000.- kr. fyrir félagsmenn og 1500.- kr. fyrir aðra.
Göngustjóri er Guðjón Þ. Guðmundsson.
Ferðanefnd
Ganga um Skálmabæjarhraun 25.maí
Ferðin hefst formlega frá afleggjara við Ljósuvatnalækinn (uþb 3 km fyrir austan brúna á Skálm) kl. 16:00 á Uppstigningardag 25. maí, og því þarf að leggja af stað kl. 15:30 frá bankaplaninu í Vík.
Frá mætingarstað verður ekið á 4×4 drifs bílum í nokkrar mínútur áður en gangan sjálf hefst og því þarf að safnast saman í bíla þaðan (eða úr Vík, þau sem að þaðan koma).
Gangan sjálf verður í uþb. 2 klst. og stenst þessa áætlun að vera 1 skór, létt og tiltölulega slétt, og um fallegt og áhugavert svæði sem að fáir hafa komið á.
Verð fyrir félagsmenn er 1000.- kr og aðra 1500.- kr.
Göngustjórar verða Jóhannes Gissurarson og Brandur Jón Guðjónsson
Aðalfundur 2016
Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn þriðjudaginn 28.júní kl. 18:00 á Hótel Eddu í Vík.
Jónsmessuganga
Jónsmessuganga ferðafélags Mýrdælinga þetta árið verður um Bárðarfell og inn í Deildarárskóla (23.júní). Mæting við bankaplanið kl. 20:00 og sameinast í bíla. Þá verða bílar skildir eftir við slóðann inn að Bárðarfelli og gengið þaðan inn í Deildarárskóla, boðið verður upp á hressingu að göngu lokinni í húsi ferðafélagsins. Séð verður til þess að göngufólk komist aftur í bíla. Göngunni stýra Siggi Hjálmars og Guðjón Guðmundsson. Verð er 500 kr. fyrir félagsmenn og 700 fyrir aðra. Við hvetjum alla til að mæta í létta og skemmtilega Jónsmessugöngu.
Síðasta kvöldgangan – Skógafjall
Fimmta og jafnframt síðasta kvöldganga Ferðafélags Mýrdælinga verður fimmtudagskvöldið 2. júní nk. Þá verður gengið á Skógafjall. Göngustjóri verður Grétar Einarsson og lofar hann léttri og skemmtilegri göngu en ekki verður gengið alveg á topp Skógafjalls svo þetta ætti að henta flestum. Gangan sjálf mun taka um 2 klst. Þeir sem koma úr Vík geta eins og áður hist við Arionbanka kl.19:30 og sameinast í bíla en Grétar hittir hópinn við Jökulsá á Sólheimasandi. Gjaldið er 500 kr fyrir félagsmenn og 700 kr. fyrir aðra.
Ferðaáætlun 2016
Ferðaáætlun 2016 er komin í loftið. Fullt af flottum kvöld og dagsferðum í boði. Endilega kynnið ykkur hana hér á síðunni undir „Ferðaáætlun 2016“ og bókið ykkur í næstu ferð.
Jónsmessuganga – 23. Júní
Gengið verður um Vatnsrásarhöfuð, 1 skór. Göngustjóri verður Grétar Einarsson og er brottför frá Arionbanka í Vík kl. 19:30. Verð fyrir félagsmenn er kr. 600.- en kr. 900.- fyrir aðra.