Við minnum á vinnuhelgi ferðafélagsins sem verður núna um helgina. Stefnt er að því að leggja vatn að húsi og salerni ásamt því að koma rotþró í jörð. Einnig þarf að mála og laga til í kringum hús svo af nægu er að taka. Til að boða komu sína er hægt að hafa samband við formann í síma 8588210 eða finna „event“ á facebook og bóka sig þar.
Greinasafn fyrir flokkinn: Forsíða
Kvöldgöngu frestað !
Kvöldgöngu ferðafélagsins sem átti að vera á morgun fimmtudaginn 4.júní hefur verið frestað um viku vegna undirbúnings vinnuhelgi inn á afrétti 6-7 júní nk.
Kvöldganga 21.5
Minnum á kvöldgönguna um Ártungnahöfuð – Hrútagilsrana. 1 skór, brottför frá plani við Arionbanki kl. 19:30. Verð fyrir félagsmenn er kr. 600.- en kr. 900.- fyrir aðra.
Ólafur Þorsteinsson Eystri Sólheimum mætir í gönguna en hann er mjög staðkunnugur. Annars ætlar Brandur Jón Guðjónsson að leiða hópinn.
Vinnuhelgi 6-7 júní.
Stjórn ferðafélagsins hefur ákveðið að hafa vinnuhelgi 6 og 7 júní nk. Þá verður haldið áfram að standsetja húsið okkar inn við Barð en það eru enn nokkur handtök eftir. Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið til að mæta þó ekki sé nema annar dagurinn en það er líka upplagt að dvelja á laugardagsnóttina í Þakgili. Það skal tekið fram að fyrst og fremst á þetta að vera skemmtilegt hjá okkur:)
Kvöldganga 7 maí.
Gengið verður um Jökulhaus við Sólheimajökul, 1 skór. Göngustjóri verður Sigurður Hjálmarsson og er brottför frá Arionbanka í Vík kl. 19:30. Verð fyrir félagsmenn er kr. 600.- en kr. 900.- fyrir aðra.
Fyrsta kvöldgangan…
Nú styttist í fyrstu kvöldgöngu ferðafélags Mýrdælinga en þá verður gengið frá Uxafótalæk um Krákugil og í Fagradal,1 skór. Brottför er kl. 19:30 frá Arionbanki í Vík 23.apríl nk. Verð fyrir félagsmenn er kr. 600.- en kr. 900.- fyrir aðra. Göngunni stýrir Æsa Gísladóttir.
Eftir aðalfund
Aðalfundur 2015
Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn sunnudaginn 1. mars 2015 kl. 16:00 á Hótel Eddu í Vík.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkv lögum félagsins.
2. Önnur mál.
Stjórnin
Ferðaáætlun 2015
Brottför: kl. 19:30 frá Arion banka, Vík, nema annað sé tekið fram.
Uxafótalækur – Krákugil – Fagridalur 1 skór
23. apríl
Jökulhaus við Sólheimajökul 1 skór
7. maí
Ártungnahöfuð – Hrútagilsrani 1 skór
21. maí
Reynisfjall – Svartafjara 1 skór
4. júní
Vatnsrásarhöfuð 1 skór
23. júní, Jónsmessuganga.
Hornfirðingar heimsækja Mýrdalinn.
18 – 19 júlí Nánar á vefsíðu og facebook þegar nær dregur.
Göngurnar verða auglýstar nánar á vefsíðu deildarinnar http://www.myrdalur.com og á Facebook.
Heimsókn og styrkumsókn
Helgina 28. og 29. júní n.k. hafa félagar í Ferðafélagi Austur Skaftafellssýslu boðað komu sína til okkar í vinnuferð. Ferðafélag Austur Skaftfellinga ætlar að gera meira fyrir okkur en nýlega tilkynntu þau okkur þá ákvörðun sína að styrkja Ferðafélag Mýrdælinga um kr. 200.000.- sem deildin tekur út í vörum hjá Húsasmiðjunni. Sendum við þeim bestu þakkir fyrir.
Nýlega hefur Ferðafélag Mýrdælinga með aðstoð Kötluseturs sótt um styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Sótt er um kr. 1.488.479.- sem ætlaðar eru til áframhaldandi byggingar skálans (Deildarárskóla) í Höfðabrekkuafrétti. Reiknað er með að mótframlag félagsins, 1.500.000.-verði vinnuframlag félaga og annara velunnara.