Nýjar myndir!

Hér koma myndir frá tveimur síðustu gönguferðum 🙂

Gengið var í Bólstað í alveg frábæru veðri, myndir má sjá hér. Eiríkur Vilhelm sagði sögur frá Sigurður Hjálmarssyni. Sögurnar koma bráðlega hér inn. Jón Hjálmarsson var göngustjóri. Hægt er að finna myndir hér:

Gengið var í sudda frá gömlu höfðabrekku yfir Höfðabrekkuháls og endað á Höfðabrekku. Reynir Ragnarsson sagði frá. Hægt er að finna myndir hér:

Næsta ganga verður í Koltungur þann 6. júní og verður við allra hæfi. Nánari upplýsingar fljótlega !

Kveðja,
Ferðafélag Mýrdælinga

 

Myndir frá Dyrhólaey

Gangan í Dyrhólaey var virkilega skemmtileg og mættu 13 manns. Þorsteinn á Vatnsskarðshólum tók vel á móti hópnum með skemmtilegri leiðsögn. Einnig bauð hann hópnum að skoða Dyrhólaeyjarvita að lokinni göngu og bauð uppá kaffi. Þökkum Þorsteini kærlega fyrir góðar móttökur.

Hér að neðan eru myndir frá Dyrhólaey 🙂

IMG_5721 (Medium) a IMG_5730 (Medium)a IMG_5738 (Medium)a IMG_5743 (Medium)a IMG_5746 (Medium)a IMG_5748 (Medium)a IMG_5760 (Medium)a IMG_5763 (Medium)a IMG_5767 (Medium)

Næsta ganga verður miðvikudagskvöldið 8. maí og verður genginn hringur í Bólstað.

Fyrsta ganga ársins – Vitavarðaganga á Dyrhólaey

Kvöldganga

Fyrsta ganga ársins hjá Ferðafélagi Mýrdælinga verður n.k. fimmtudag, sumardaginn fyrsta. Gengin verður vitavarðarganga á Dyrhólaey og Dyrhólaeyjarviti skoðaður með vitaverði. Brottför frá Arion banka í Vík kl. 19:30. Lagt verður af stað í gönguna frá Dyrhólum kl. 19:45  Verð kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700.- fyrir aðra. Fararstjóri verður Grétar Einarsson s. 8637343

Næsta ganga verður 9. maí 2013. Vatnsá – Bólstaður.

Ferðanefndin.

Ferðaáætlun 2013

Kæru félagar og aðrir

Nú er kominn ferðaáætlun fyrir árið 2013. Margar skemmtilegar göngur eru á döfinni og má þar nefna Dyrhólaey, Koltungur og Núpa-Háfell-Höfðabrekku. Við hvetjum ykkur til þess að kynna ykkur ferðaáætlunina vel og taka dagana frá. Ferðaáætlunina má nálgast hér.

Hlökkum mikið til að ganga með ykkur á nýju ári!

Kveðja
Ferðanefndin

Fréttir af starfi deildarinnar

Fulltrúar Ferðafélags Íslands komu í heimsókn í Mýrdalinn föstudaginn 7. september 2012 og héldu óformlegan fund með fulltrúum Ferðafélags Mýrdælinga vegna erindis sem sent var báðum félögum bréflega fyrr á þessu ári af nokkrum bændum í Mýrdal.  Eftir fundinn fóru fulltrúar Ferðafélags Íslands á fund sveitarstjóra Mýrdalshrepps og þaðan á fund bændanna sem sendu áðurnefnt bréf.
Ferðafélag Mýrdælinga fundaði með þeim bændum 24. apríl 2012 þar sem ákveðið var að hafa samráð við Ferðafélags Íslands um viðbrögð við erindinu. Stjórn Ferðafélags Mýrdælinga  hefur ákveðið að aðhafast ekkert frekar í þessu máli og lætur Ferðafélagi Íslands eftir að ákveða hvað þeir gera.

Nú er stutt í ferðaáætlun 2013. Ferðanefnd er að velta fyrir sér skemmtilegum kvöld og dagsferðum þessa dagana. Ferðaáætlun 2012 var vel heppnuð og vel mætt í flest allar ferðir, sama er að segja um vetrarferðirnar sem komu mjög vel út.

Helgina 21. til 23. september 2012 var deildafundur Ferðafélags Íslands haldinn í Skagfjörðsskála í Þórsmörk. Þrír fulltrúar mættu frá okkar deild en það voru Sigurður Hjálmarsson, Gunnar Halldórsson og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson.

Frá því að ný heimasíða www.myrdalur.com leit dagsins ljós snemma árs 2012  hafa orðið um 6000 heimsóknir á síðuna.  Ekki hefur verið talin ástæða að breyta síðunni neitt sem heitir og þess vegna hafa aðeins verið gerðar smávægilegar breytingar á henni.

Lítið hefur gengið með byggingu Deildarárskóla það sem af er þessu ári. Stefnt er að því að gera sem fyrst nokkuð nákvæma kostnaðaráætlun um það sem eftir er að gera í húsinu svo taka megi það í notkun.

Kveðja
Sigurður Hjálmarsson
Formaður Ferðafélags Mýrdælinga

Lómagnúpur á morgun…eða Morsárdalur!

Kæru félagar og aðrir

Nú er komið að því. Gengið verður með Ferðafélagi Austur-Skaftfellinga á morgun.

Fyrirhugað var að ganga á Lómagnúp en vegna útlits um þoku þá gæti farið svo að gripið verði til plans b og gengið inní Morsárdal.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við formann ferðafélags Mýrdælinga, Sigurð Hjálmarsson í síma 8690170.

Kveðja
Ferðafélag Mýrdælinga

 

Lómagnúpur 25. ágúst 2012

Kæru félagar og aðrir

Ákveðið er að ganga á Lómagnúp næsta laugardag 25. ágúst með félögum í Ferðafélagi Austur Skaftafellinga.

Mæting við Lómagnúp kl. 10:00. Gengið verður upp svokallaða eystri leið.

Áætlaður göngutími er 6 – 7 klst.

Ekki þarf að skrá sig í ferðina en gott væri að frétta af þeim sem eru ákveðnir að fara svo hugsanlega sé hægt að sameinast í bíla. Hægt er að senda póst á myrdalur@gmail.com eða hafa samband við formann, Sigurð Hjálmarsson, í síma 8690170.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ferðafélag Mýrdælinga

Skammadalskambar 14. júní

Kæru félagar og aðrir

Nú fer að líða að næstu kvöldgöngu. Gengið verður um Skammadalskamba, fimmtudagskvöldið 14. júní.

Lagt verður af stað frá planinu við Arion banka kl: 19:30 og frá Nesrétt kl: 19:40

Guðgeir Sigurðsson bóndi í Skammadal mun ganga með hópnum.

Göngustjóri verður Eiríkur Vilhelm Sigurðarson.

Verð kr. 500 / 700
Þessi ganga er frekar létt og hentar því öllum. Allir eru velkomnir í gönguferðir á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

Gangan í gær, Gatnahraun – Sofndalir – Prestshellir – Hvammsdalur

Gangan í gær tókst virkilega vel og var veðrir frábært, blanka logn og hiti um 8°C, kjör gönguveður.

Gengið var frá Falli fyrir ofan Heiðarvatn að Sofndölum þaðan í Hvammsdal og litið við í Prestshelli. Úr Prestshelli var svo farið með brúnum Hvammsdals og svo tekin stefnan aftur í bíla við Fall. Gangan var 7 km.

14 manns gengu. Myndir eru komnar inn hér!

Næsta ganga er fimmtudaginn 14. júní og verður þá gengið um Skammadalskamba. 

Ég Vil Gerast Félagi!

Allir eru velkomnir í gönguferðir á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.

Kvöldganga 31. maí, Gatnahraun – Presthellir – Hvammsdalur

Kæru félagar og vinir

Nú er komið að næstu kvöldgöngu.

Gengið verður Gatnahraun – Presthellir – Hvammsdalur, fimmtudagin 31. maí.

Lagt verður af stað frá Arionbanka klukkan 19:30.

Göngustjóri verður Grétar Einarsson.

Verð er 500 kr fyrir félaga en 700 kr fyrir aðra

Ég Vil Gerast Félagi !

Allir eru velkomnir í gönguferðir á vegum Ferðafélags Mýrdælinga hvort sem þeir eru félagar eða ekki. Göngumenn þurfa ekki endilega að vera vanir.