Eldri Fréttir

22.01.2012 16:45:26 / siggi

Aðalfundurinn tókst vel þó aðeins hafi mætt 8 félagar. Enginn fulltrúi kom frá Ferðafélagi Íslands. Stjórn og ferðanefnd var endurkosin og að auki var nú í fyrsta skipti kosið í húsnefnd sem mun starfa með stjórn í málefnum Deildarárskóla. Í húsnefnd voru kosnir Karl Pálmason og Sigurjón Eyjólfsson. Á fundinum var ákveðið að gefa fljótlega út fréttabréf til að kynna starf deildarinnar. Einn nýr félagi bættist í hópinn á fundinum.

Sigurður Hjálmarsson form.

21.01.2012 10:51:25 / siggi

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga árið 2012 verður haldinn á Ströndinni í Víkurskála í dag kl. 14:00

Stjórnin.

21.11.2011 18:17:50 / siggi

Ferðaáætlun 2012 er nú komin hér inn á heimasíðuna. Smellið á linkinn hér vinstra megin og skoðið.

F.h. ferðanefndar
Sigurður Hjálmarsson form.

07.09.2011 17:44:52 / siggi

Vinnu lauk í dag um kl. 16:00 en þá var síðasti glugginn kominn í og þakrennur komnar upp. Mikið afrekað þessa tvo daga og fyrsta máltíðin elduð í endurbyggðu húsi. Sjá myndir í myndasafni.
Kv. Siggi

06.09.2011 20:07:35 / siggi

Í dag var unnið við að setja glugga og útidyrahurð í Deildarárskóla. Áfram verður haldið á morgun. Myndir eru komnar í myndasafnið.
Kv. Siggi

06.08.2011 09:27:37 / siggi

Ferð sem fara átti í Hukdufjöll í dag var ekki farin vegna lítillar þátttöku.

Siggi

18.07.2011 16:41:49 / siggi

Laugardaginn 6. ágúst er stefnt að eins dags gönguferð í Huldufjöll. Sjá nánar hér til hliðar undir „Ferðaáætlun 2011“

26.06.2011 22:09:56 / siggi

Myndir Grétars Einarssonar úr kvöldgöngu í Holtsgil s.l. fimmtudag eru komnar í myndaalbúmið.

Kv.Siggi

20.06.2011 22:31:13 / siggi

Kvöldganga verður í Holtsgil fimmtudagskvöldið 23. júní 2011. Mæting á bankaplanið í Vík kl. 20:00.
Göngustjóri verður Grétar Einarsson.
Verð kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700.- fyrir aðra.

Ferðanefndin.

01.06.2011 20:30:57 / siggi

Kvöldganga verður á Höttu fimmtudagskvöldið 2. júní 2011. Mæting á bankaplanið í Vík kl. 20:00.
Göngustjóri verður Jón Hjálmarsson.
Verð kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700.- fyrir aðra.

Ferðanefndin.

21.05.2011 11:12:21 / siggi

Ekki var talið fært í Lambárgil þegar ganga átti þangað s.l. fimmtudag. Var þá ákveðið að fara í Bæjargilið vestan við Fell og líkaði öllu göngufólkinu það mjðg vel. 12 manns tóku þátt í göngunni.
Nokkrar myndir eru komnar í myndasafnið.
Kv. Siggi

16.05.2011 23:35:25 / siggi

Farið verður í kvöldgöngu í Lambárgil n.k. fimmtudag 19. maí.
Mæting á bankaplanið í Vík kl. 19:40 og hjá Álftagróf kl. 20:00.
Sigurjón Eyjólfsson sér um leiðsögn.
Verð kr. 500.- fyrir félaga og kr. 700 fyrir aðra.

Ferðanefnd.

05.05.2011 21:33:01 / siggi

………á bankaplanið í kvöld. Tveir leiðsögumenn og eitt barn. Tveir gengu til sjávar og einn fór að sinna sauðburði.
Vonum að veður og mæting verði betra næst.
Kv. Siggi

04.05.2011 22:11:08 / siggi

…..verður farin fimmtudagskvöld 5 maí 2011. Lagt verður af stað frá bankaplaninu í Vík kl. 20:00.
Bræður tveir frá Bólstað sjá um leiðsögn.
Kveðja,
Sigurður Hjálmarsson form.

09.04.2011 17:09:27 / siggi

Nú er unnið að smíði glugganna í Deildarárskóla. Smíðin er langt komin en aðeins var eftir að smíða opnanlegu fögin fyrir helgina. Gler og ísetningarefni er í pöntun og mun það verða til afgreiðslu eftir ca. viku.
Kv. Siggi

18.11.2010 00:17:26 / siggi

Sjá hér til hliðar í aðalvalmynd ferðaáætlun ferðanefndar fyrir árið 2011.

Sigurður Hjálmarsson form

17.10.2010 01:18:41 / siggi

Steinullin og útidyrahurðin er komið inn í afrétt. Bróðursonur minn Þór Jónsson kom með mér í dag. Nú er bara að koma restinni af ullinni í loft og veggi ef einhverjir félagar eiga lausa stund. Þá mættu líka einhverjir snillingar ganga frá útidyrahurðinni. Öll aðstoð vel þegin. Ég hef sett inn í myndasafnið nokkrar myndir sem ég tók í dag.
Kv. Siggi

15.10.2010 23:20:46 / siggi

Eftir hádegi á morgun, laugardaginn 16. október stefni ég á að flytja restina af steinullinni og útihurðina inn í afrétt. Ef einhverjir vilja koma með er það velkomið á meðan pláss er í bílnum.
Kv. Siggi

23.07.2010 00:14:05 / siggi

Það voru 22 sem hófu gönguna við Deildará og luku henni allir. Gangan tók um 6,5 klst. 242.700 kr söfnuðust. Ferðafélagið þakkar fyrirtækjum og einstaklingum sem hétu á gönguna, þeim sem gengu og öllum öðrum sem hjálpuðu til með einhverju móti.

Eftirtaldir styrktu gönguna með áheitum:
Bíladrangur
Halldórskaffi
Víkurhús
S.T. Vélaverkstæði
Leirbrot og gler
Ferðaþjónustan Vellir
Tjaldstæðið Vík
Trévík
Fagradalsbleikja
Höfðabrekka
Norður-Vík
Klakkur ehf
Framrás
Dogsledding
BVT ehf
E. Guðmundsson
Kolbrún Hjörleifs
Víkurprjón
Einar Þorsteinsson
Anna Björnsdóttir
Sævar B. Arnarson
Grappa
Auðbert og Vigfús
Ferðaþjónustan Sólheimahjáleiga
Þórisholt ehf

Myndir sem teknar voru í göngunni eru nú komnar í myndaalbúmið. Þá hef ég einnig sett inn eldri myndir.

Kv. Siggi

01.07.2010 16:57:58 / siggi

Eins og mörgum er kunnugt rigndi ösku yfir Mýrdal og Eyjafjöll í vetur vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að hætta við gönguferð í Hvítmögu Laugardaginn 17. júlí 2010. Í Hvítmögu er mikið af ösku og ekki ráðlegt að fara þangað. Við vonumst samt sem áður til að geta gengið í Hvítmögu á svipuðum tíma að ári.

Ferðafélagið ákvað á aðalfundi sínum í júní að standa fyrir áheitagöngu frá Deildará að nýbyggingu Deildarárskólans fyrir neðan Barð, leiðin er um 15 km. Farið verður af stað klukkan 10:00 sunnudagsmorguninn 18. júlí og er áætlað að gangan taki um sex klst. Öllum er velkomið að ganga með en æskilegt er að fólk sé í einhverju gönguformi. Nú þegar er byrjað að safna áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna annaðhvort á myrdalur@gmail.com eða hjá Guðjóni s: 8588179 eða Eiríki s: 8662632 fyrir 16. júlí.

Hvert fyrirtæki eða einstaklingur heitir x kr á hvern þann sem klárar gönguna, þ.e. gengur frá upphafi til enda. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að fá þig til að ganga með okkur.

Sú upphæð sem safnast af þessari áheitagöngu er til fjáröflunar uppbyggingu Deildarárskólans.

Að göngu lokinni verður seldar léttar veitingar í Deildarárskóla en göngufólk fær að sjálfsögðu fríar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Ferðafélag Mýrdælinga

23.06.2010 21:42:24 / siggi

Ekkert varð af jónsmessugöngunni í kvöld þar sem aðeins 3 voru mættir. Vonandi gengur betur næst.

Kv. Siggi

22.06.2010 00:55:53 / siggi

Jónsmessuganga:

Miðvikudaginn 23. júní 2010
Mæting á bankaplanið í Vík kl. 20:00 með miðnæturnesti.
Ekið þaðan að gamla afréttarkofanum í Ausubólshólum í Kerlingardalsafrétti.
Gengið verður um Ausubólshóla inn undir Kerlingar og inn í Raufargil.
Í bakaleið verður stoppað í Deildarárskóla og þar snætt nestri áður en ekið verður heim.
Upplýsingar gefur Sigurður í síma 8690170.

Ferðanefnd

10.06.2010 20:53:47 / siggi

Aðalfundurinn tókst mjög vel, málefnalegar umræður. 10 félagar mættu. Hef sett 3 myndir frá fundinum inn í myndsafnið.

Kv. Siggi

03.06.2010 13:58:45 / siggi

Göngunni sem vera átti í kvöld er aflýst.

Ferðanefndin

01.06.2010 20:06:07 / siggi

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn í Leikskálum þriðjudaginn 8. júní 2010 kl. 20:30.
Fundarefni:
1.Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál

Stjórnin

06.05.2010 18:06:31 / siggi

Ákveðið hefur verið að aflýsa gönguferð í Hjörleifshöfða í kvöld vegna veðurs.

Ferðanefnd

04.05.2010 21:44:48 / siggi

Fyrsta kvöldganga ársins verður n.k. fimmtudag 6. maí.
Gengið verður á Hjörleifshöfða. Mæting á bankaplanið í Vík kl. 20:00
Sama gjald og í fyrra, kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700.- fyrir aðra.

Ferðanefndin

15.03.2010 09:42:57 / siggi

Nú er jeppaferðin með Austur Skaftfellingum n.k. sunnudag 21. mars
Sjá ferðaáætlun.

Kv. Siggi

06.12.2009 22:40:08 / siggi

Ferðanefnd hefur sett upp ferðaáætlun fyrir árið 2010. Fyrsta ferð verður jeppaferð á Skeiðarársand í samstarfi við Austur Skaftfellinga.

06.09.2009 20:57:08 / siggi

Þrír félagar fóru inn í afrétt í dag, það voru Gunnar Halldórsson, Jón Hjálmarsson og undirritaður. Tókst okkur að setja járn vestan á skúrinn og loka hurðargatinu með hurð sem rekin var saman á staðnum. Þar með telst húsið fokhelt. Nokkuð er eftir að snudda við áður en telja má húsið klárt fyrir veturinn. Engin myndavél var með í dag en bætt verður úr því í næstu ferð.
Sigurður Hjálmarsson

27.08.2009 23:41:22 / siggi

náðist við að setja járnið á Deildarárskóla í dag. Þá var einnig komið með snyrtiskúrinn okkar inn í afrétt og var  gengið frá honum þar. Eftir er að ganga frá öllum lögnum en trúlegast verður það ekki gert á þessu ári.
Mikið dagsverk er að baki og vill undirritaður þakka öllum þeim sem tóku þátt í þessu mikla verkefni í dag, kærlega fyrir vel unnin störf..
Myndir eru komnar í myndasafnið.
Kveðja
Sigurður Hjálmarsson form.

19.08.2009 23:24:46 / siggi

Gangan í Huldufjöll s.l. laugardag tókst mjög vel, veður var gott og allir mjög ánægðir. Það voru 32 sem tóku þátt í þessari göngu sem tók um 11 tíma. Myndir eru nú komnar inn í myndsafnið og vonandi koma fleiri fljótlega.
Sigurður Hjálmarsson.

18.08.2009 11:14:20 / siggi

Gönguhópur frá Ferðafélagi Árnesinga heimsótti Mýrdalinn um síðustu helgi. Undirritaður fór með þeim úr Þakgili upp á Mælifell og niður Barð. Hef nú sett nokkrar myndir frá göngunni inn í myndsafnið.
Sigurður Hjálmarsson

09.08.2009 23:20:58 / siggi

Farið verður frá bankaplaninu í Vík kl. 08:00 með viðkomu á tjaldsvæðinu í Þakgili. Farið verður á einkabílum inn á Rjúpnagilsbrúnir í Höfðabrekkuafrétti. Þaðan gengið norðan Rjúpnafells í Huldufjöll,  þaðan niður eftir Höfðabrekkujökli upp á Árnabotna og niður í Þakgil.
Áætlaður göngutími 7 – 9 klst.
Búnaður: Jöklajárn og göngustafir.
Verð fyrir félagsmenn kr. 2000.- og 2500.- fyrir aðra.
Getum leigt mannbrodda eins og birgðir leyfa á kr. 2000 parið.
Göngustjórar: Grétar Einarsson 8637343 og Jón Hjálmarsson 8948859.
Skráning á: myrdalur@gmail.com fyrir 13. ágúst.

28.07.2009 12:34:29 / siggi

Hef nú sett myndir úr Hvítmögugöngunni inn í myndasafnið.
Kv. Siggi

12.07.2009 23:01:26 / siggi

Gengið verður frá bílaplani við Sólheimajökul kl. 10:30. Þaðan gengið yfir sporð jökulsins og inn eftir Hvítmögu að austan inn að Rauða og um vesturbrúnir Hvítmögu til baka.
Áætlaður göngutími 6 – 7 klst.
Búnaður: Jöklajárn, göngustafir, viðeigandi skór, fatnaður og nesti.
Ferðin kostar kr. 2000 fyrir félagsmenn og kr. 2500 fyrir aðra.  Getum leigt mannbrodda eins og birgðir leyfa á kr. 2000 parið.
Einnig bjóðum við upp á sætaferðir frá bankaplaninu í Vík eins og pláss leyfir á kr. 500.- á mann.
Göngustjórar: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson s. 8662632 og Guðjón Þorsteinn Guðmundsson s. 8588179.
Skráning til fimmtudags á myrdalur@gmail.com eða hjá göngustjórum.

Kv. Siggi

07.07.2009 18:24:32 / siggi

Hef nú sett inn myndir frá því í gærkvöldi og í dag. Farið var með grindur, sperrur og fl. seint í gærkvöldi inn í afrétt og svo var unnið við byggingu hússins í dag. Myndirnar tala sínu máli.
Kv. Siggi

02.07.2009 22:09:42 / siggi

við byggingu Deildarárskóla í næstu viku. Húseiningarnar sem smíðaðar voru í Vík í vetur voru settar á vagn í kvöld. Farið verður með þær inn í afrétt á mánudagskvöld.
Ég hef nú sett inn í myndaalbúmið nokkrar myndir sem teknar voru í kvöld. Eins eru komnar inn myndir frá göngunni að Gæsavatni fyrir stuttu og frá 17. júní göngunni.
Kv. Siggi

24.06.2009 09:48:14 / siggi

tóku þátt í Jónsmessugöngu í gær. Gengið var í Remundargil í Höfðabrekkuafrétti og tekinn var hringur frá Ausubólshólum þar sem bílarnir voru geymdir, farið þaðan fram brúnir Hagadals, niður undir Sundaá og gengið inn að bílunum aftur.
Siggi

22.06.2009 19:45:52 / siggi

Mæting á bankaplanið í Vík kl. 20:00
Stefnan verður tekin á Höfðabrekkuafrétt.

Ferðanefndin

18.06.2009 00:08:10 / siggi

Ég hef ekki komið myndum inn á síðuna okkar í nokkra daga vegna bilunar hjá Blogcentral.is. Það vantar inn myndir vegna göngu að Gæsavatni og göngu 17. júní.
Hef sent öllum félagsmönnum myndir í tölvupósti, vonandi kem ég þeim hér inn í myndaalbúmið fljótlega.
Kv. Siggi

14.06.2009 23:08:46 / siggi

Níu manns mættu í göngu að Gæsavatni í morgun. Sjá myndir í myndasafni.
Kv. Siggi

13.06.2009 09:13:44 / siggi

Ákveðið hefur verið að fresta göngu að Gæsavatni sem fara átti í dag til morguns, sunnudagsins 14. júní. Mæting á sama stað og tíma.

Kv. Sigurður Hjálmarsson form.

08.06.2009 23:36:13 / siggi

Efnt verður til dagsgöngu að Gæsavatni laugardaginn 13. júní n.k. Brottför frá bankaplaninu kl. 10.00. Göngugjald er kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr. 700 fyrir utanfélagsmenn.

Göngustjóri er Jón Hjálmarsson. Áætlað er að gangan taki 5 – 6 klst. Eigum skemmtilegan dag í fallegu umhverfi með góða skapið og nesti í farteskinu, ásamt góðum skóm á fótum!

05.06.2009 08:10:30 / siggi

12 manns gengu á Skálarfjall í gærkvöldi. Að sögn göngustjóra heppnaðis gangan mjög vel.
Sigurður Hjálmarsson

03.06.2009 23:55:07 / siggi

Gengið verður á Skálarfjall í Hafursey n.k. fimmtudagskvöld 4. júní. Brottför frá bankaplaninu kl. 20:00. Göngugjald er kr. 500.- fyrir félagsmenn og kr 700 fyrir utanfélagsmenn. Göngustjóri, Jón Hjálmarsson.
Ferðanefndin.

21.05.2009 23:00:48 / siggi

Fyrsta kvöldganga félagsins á þessu ári var gengin í kvöld. Gengið var á Reynisfjall, farið var upp fjallsenda og gengið fram undir Hraunhól þar sem farið var niður veginn til Víkur.
Næsta kvöldganga verður 4. júní á Skálarfjall í Hafursey.
Ferðanefndin.

17.05.2009 21:49:12 / siggi

verður farin n.k. fimmtudag, 21. maí. Gengið verður á Reynisfjall. Mæting kl. 20:00 á bankaplanið í Vík.

Ferðanefndin.

14.03.2009 08:45:07 / siggi

Þau ánægjulegu tíðindi bárust mér í gær að Ferðamálastofa hafi ákveðið að styrkja Ferðafélag Mýrdælinga vegna framkvæmda í Höfðabrekkuafrétti. Styrkurinn er veittur til uppsetningar hreinlætisaðstöðu. Þar með er ljóst að hreinlætisaðstaðan verður sett upp í vor um leið og Deildarárskóli verður gerður fokheldur.
Sigurður Hjálmarsson form.

03.03.2009 18:35:47 / siggi

Þegar þessi orð eru skrifuð eru komnar 99 heimsóknir á síðuna okkar í dag. Enginn skilur samt eftir sig spor en gaman væri að fá smá viðbrögð við síðunni og ferðaáætlun okkar fyrir árið 2009. Ferðafélag Mýrdælinga tekur að sér að skipuleggja gönguferðir og vera með leiðsögn um fjöll og dali Mýrdalsins ef einhver þarf á því að halda. Rétt er að benda á að helgarferð í Mýrdalinn gæti verið góður kostur fyrir fjölskyldufólk og hópa sem vilja skoða fallega náttúru. Vinsamlegast hafið samband við stjórn, ferðanefnd félagsins eða með tölvupósti á myrdalur@gmail.com.
Sigurður Hjálmarsson form.

05.01.2009 16:53:39 / siggi

Í dag var lokið við að smíða grindur og sperrur í endurbyggðann Deildarárskóla. Vonandi verður hægt að komast snemma inn í afrétt í vor og hefja uppsetningu. Myndir sem ég tók í dag eru komnar hér inn.
Kv. Siggi

28.12.2008 21:55:16 / siggi

Nú er hafin smíði á veggeiningum Deildarárskóla. Vonir standa til að á næstu dögum takist að reka saman sem mest af grindunum og sperrunum í húsið. Hef sett inn tvær myndir sem teknar voru í dag. Meiri fréttir og myndir af framkvæmdunum koma hér inn næstu daga.
Kv. Siggi

01.12.2008 23:45:09 / siggi

Tillaga ferðanefndar um gönguferðir sumarið 2009 er komin inn á síðuna undir “ Ferðaáætlun 2009 “ hér vinstra megin á síðunni.
Kveðja Siggi

20.09.2008 21:01:53 / siggi

Gunnar Halldórsson og undirritaður fóru inn í afrétt í morgun og rifu mótin frá plötunni. Timbrið var naglhreinsað og skafið og gengið frá því fyrir veturinn. þá var húsgrunnurinn kústaður efst. Mikið hefur gengið á í sundunum vestur með afrétti í vatnavöxtum á síðustu vikum. Ekkert var í afgang með að við hefðum vestur að húsgrunni á einum bíl í morgun. Nýjar myndir í albúmi segja nokkuð um það.
Kveðja, Sigurður Hjálmarsson

04.09.2008 17:19:06 / siggi

Í gær var plötusteypa undirbúin inn í afrétti og í dag var platan steypt. Myndir sem teknar voru þessa daga segja meira en mörg orð.
Kv. Siggi

02.09.2008 23:44:58 / siggi

Á morgun, miðvikudag er stefnt að því að gera grunninn inn í afrétti tilbúinn fyrir plötusteypu. Þrír menn ætla á staðinn með tól og tæki en það eru Grétar Einarsson, Magnús Kristjánsson og undirritaður. Vonandi verður svo platan steypt á fimmtudag. Kemur allt í ljós eftri morgundaginn.
Kv. Siggi

08.08.2008 11:15:03 / siggi

Göngunni í Kamsheiði laugardaginn 9. ágúst er hér með aflýst.
Þar sem enginn hefur enn skráð sig í Gljúfraskoðunarferðina 15.,16. og 17. ágúst er henni einnig aflýst. Vonandi gengur betur næst.
Kv. Siggi

06.08.2008 15:03:34 / siggi

Næsta laugardag þ.e. 9. ágúst á að fara dagsferð í Kambsheiði samkv. ferðaáætlun 2008.
Enginn hefur enn bókað sig í þessa ferð og mun hún falla niður ef nægur fjöldi hefur ekki skráð sig fyrir fimmtudagskvöld.
Þeim sem dettur í hug að mæta er vinsamlegast bent á að hafa samband við Grétar Einarsson í síma 8637343
Kv. Siggi

25.07.2008 17:29:33 / siggi

Nú er panelklæðning innan úr Deildarárskóla komin til Víkur til geymslu þangað til nýtt hús getur tekið við henni. Eftir aðgerðir dagsins er ekkert annað að gera en að rífa húsið og það sem allra fyrst þar sem afréttisáin sækir verulega að því og ekkert nothæft eftir í húsinu. Ef einhverjir félagar hafa aflögu tíma mættu þeir gjarnan fara inn í afrétt með kúbein, hamar og kerru og byrja að rífa húsið og taka svo drasl með sér til byggða á kerrunni. Við sem höfum verið að vinna þarna innfrá í þessari viku þ.e. undirritaður og Guðjón Þ. Guðmundsson getum gefið upplýsingar um færð að húsinu og eins hvaða hugmyndir við höfum um það hvernig best er að standa að því að rífa það. Símar okkar eru: Siggi 8690170 og Guðjón 8588179. Myndir frá deginum eru komnar í myndasafnið.
Kveðja, Siggi.

25.07.2008 00:39:58 / siggi

Í dag fórum við Guðjón ( og að sjálfsögðu Jóhann Bragi, okkar aðstoðarmaður )  inn í afrétt með undirstöður undir snyrtinguna og stilltum þeim upp. Vonandi verður fljótlega hægt að fylla að þeim með möl. Þá ætluðum við að rífa panelinn innan úr gamla húsinu en urðum frá að hverfa þar sem okkur vantaði réttu verkfærin. Á morgun ( föstudag ) er stefnan að ná panelnum, koma honum til Víkur í geymslu og taka svo helgarfrí. Sjá myndir í myndasafni.
Kv. Siggi

22.07.2008 21:46:31 / siggi

Mót fyrir plötu Deildarárskóla voru smíðuð í dag. Næst er að gera klárt fyrir steypu þ.e. að ganga frá frauðplasti og járnagrind. Vegna mikillar rigningar í gær og í dag er gamla húsið orðið í mikilli hættu af vatnavöxtum í Afréttisánni. Myndir sem teknar voru í dag lýsa því best, sjá myndasafn.
Kveðja Siggi.

21.07.2008 23:46:26 / siggi

Í dag fórum við Guðjón Þ. Guðmundsson inn í afrétt á traktor með sturtuvagni frá Karli í Kerlingardal, á vagninum vorum við með gröfuna hans Emils Sæmundssonar. Vorum að undirbúa grunn Deildarárskóla fyrir plötusteypu og bárum í nýjan slóða að grunninum. Á morgun er stefnan að festa mótin á grunninn og gera þau klár fyrir steypu. Ef einhverjir félagar eiga lausann tíma næstu daga mætti vel nota hann þarna innfrá, bara hafa samband. Set nokkrar myndir inn frá störfum okkar í dag.
Kv. Siggi

12.07.2008 14:54:47 / siggi

Vinna er hafin við lagfæringar á snyrtingunni sem Hermann og Sigga á Stóru Heiði gáfu félaginu. Búið er að setja þakjárnið á en eftir að ganga frá áfellum og kjöl. Aðeins er búið að rífa innan úr húsinu af því sem rífa þarf. Skipta þarf um WC, ganga frá sturtuaðstöðu, ganga frá gashitara og fl. Gashitarann fengum við gefins hjá Þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli. Þá má segja frá því að Mýrdalshreppur kostaði gerð varnargarðs við Deildarárskóla þar sem Afréttisáin var rétt komin að húsinu. Myndir af framkvæmdum eru komnar í myndaalbúmið.
Kv. Siggi

24.06.2008 00:52:39 / siggi

17 manns mættu. Genginn var hringur neðst í Miðafrétti í Höfðabrekkuafrétti. Myndir komnar í albúmið.
Í dag var viðtal við undirritaðan á Rás 1, hlusta má á viðtalið hér:  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4384978/3
Kv. Siggi

20.06.2008 00:29:49 / siggi

12 manns gengu í Hvammsgil í kvöld, 19. júní. Myndir komnar í albúm.

Kv. Siggi

17.06.2008 23:51:24 / siggi


Fimmtudaginn 19. júní

Hvammsgil.

Mæting á bankaplanið kl. 20:00

Jónsmessa

mánudaginn 23. júní

Höfðabrekkuafréttur.

Mæting á bankaplanið kl. 20:00

17.06.2008 23:27:32 / siggi

Grafargil í dag. Myndir í albúmi.
Siggi.

16.06.2008 23:19:14 / siggi

Minnum á 17. júní göngu á morgun.
Mæting við Víkurkirkju klukkan 9 í fyrramálið.
Genginn verður gönguhringur um Grafargil og er áætlað að gangan taki um tvær klukkustundir.
Gangan er í boði Ferðafélags Mýrdælinga í tilefni dagsins og því öllum að kostnaðarlausu.
Þetta er létt ganga sem ætti að henta öllum – vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja stjórnin.

14.06.2008 01:50:10 / siggi

Góður hópur fólks skellti sér í kvöldgöngu á Pétursey í gærkvöldi eða um 17 manns.  Farið var úr Vík um klukkan átta en lagt var af stað í gönguna frá Sindravelli.  Grétar Einarsson úr ferðanefnd sá um utanumhald göngunnar en Sigurjón Eyjólfsson frá Eystri Pétursey sá um leiðsögn.  Fyrst var gengið norður fyrir Ey og farið í Eyja- og Hundhellir.  Því næst var gengið upp Rjúpnagil upp á brún og þaðan upp að vörðu.  Pétursey er sögð 274 m á hæð en gps tæki sögðu hana rúma 280m.  En það er því klárt að hún er innan við 300 metrar .  Síðan var gengið eftir suðurbrún og niðurferðin tekin fyrir ofan Eystri Pétursey.  Skemmtileg ganga í alla staði og góður hópur.  Þökkum við Sigurjóni kærlega fyrir leiðsögnina.
Myndir í albúmi.

Fyrir hönd Ferðafélags Mýrdælinga.
Guðjón

06.06.2008 20:21:23 / siggi

Ekki var veður til að ganga á Skálarfjall ( en það er víst rétta nafnið á fjallinu ) í Hafursey í gær. Þess í stað gengu þeir sem mættu um Grafargil hér í Vík. Sjá myndir frá Grétari.
Kv. Siggi

02.06.2008 21:27:04 / siggi


Fimmtudaginn 5.júní                       Skálafell í Hafursey.

Mæting á bankaplanið kl. 20:00

 

 Föstudaginn 13. júní                         Pétursey.

 Mæting á bankaplanið kl. 20:00

 

 Fimmtudaginn 19. júní                    Hvammsgil.

Mæting á bankaplanið kl. 20:00

 

Jónsmessa, mánudaginn 23. júní   Höfðabrekkuafréttur.

Mæting á bankaplanið kl. 20:00

01.06.2008 22:48:20 / siggi

Á aðalfundinn mættu 9 manns. Stjórnin var endurkjörin en þær breytingar verða á stjórn að Þórhildur og Gunnar skiptust á embættum. Á fundinum kom fram tillaga frá ferðanefnd um að fjölga kvöldgöngum í júní, verður það auglýst nánar fljótlega.
Kv. Siggi

29.05.2008 13:32:46 / siggi

Mæting á bankaplaninu kl. 20:00

Ferðanefndin.

28.05.2008 00:24:45 / siggi

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga verður haldinn á Ströndinni í Víkurskála sunnudaginn 1. júní 2008 kl. 20:30

 Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
 
2. Önnur mál.

 Stjórnin.

20.05.2008 18:19:59 / siggi

Í dag mættum við Guðjón í Salinn í Kópavogi þar sem fram fór afhending styrkja hjá Pokasjóði þetta árið. Ferðafélag Mýrdælinga hlaut veglegan styrk eða kr. 8oo þúsund.
Þessir peningar koma sér vel fyrir félagið og ættu að duga til að gera Deildarárskóla fokheldann í sumar.
Sigurður Hjálmarsson

11.05.2008 18:49:36 / siggi

Kæru félagar og gestir.
Ég er ekki enn farinn að boða aðalfund deildarinnar. Ástæða þess er að mig langaði að fá svar frá Pokasjóði um væntanlegann styrk áður en fundurinn verður. Það kom neikvætt svar á s.l. ári þann 8. maí þannig að það ætti að koma svar fljótlega. Vonandi get ég skrifað hér inn góðar fréttir af peningum sem allra fyrst.
Sigurður Hjálmarsson form.

07.01.2008 23:46:22 / ganga

Gleðilegt nýtt ár.

Fyrstu fréttir ársins eru þær að haldinn var stjórnarfundur deildarinnar s.l. sunndag á þrettándanum. Fundargerðin verður send félagsmönnum fljótlega. Ferðaáætlun fyrir árið 2008 er komin hér inn á síðuna. Hugsanlega verður bætt þar inn einhverjum stuttum ferðum þegar sól hækkar á lofti. Mesta vinna deildarinnar þetta árið verður að halda áfram framkvæmdum við Deildarárskóla en stefnt er að því að gera húsið fokhelt og ganga frá hreinlætisaðstöðu.

Kv. Siggi

01.11.2007 17:26:50 / siggi

S.l. föstudag fór Grétar Einarsson með tól og tæki inn í afrétt og fyllti í og að grunni Deildarárskóla. Ég reikna með að ekki verði meira gert þarna innfrá fyrr en á komandi vori. Hermann og Sigga á Stóru Heiði hafa gefið Ferðafélagi Mýrdælinga aðra snyrtinguna sem stóð um árabil við Heiðarvatn. Eitthvað þarf að gera fyrir húsið, t.d. þarf að skipta um 1 WC og gera húsið þannig að það henti okkur sem best inn í afrétti. Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki væri rétt að klæða þakið á húsinu með járni þar sem plöturnar á þakinu eru orðnar nokkuð veðraðar. Þetta gæti orðið ágætis vetrarverkefni. Fljótlega þarf að blása til stjórnarfundar og ræða framtíðina og það sem vel hefur verið gert á árinu. Ferðanefnd hefur skilað formanni tillögu að ferðaáætlun 2008, ágæt tillaga sem þarf að ræða betur á komandi stjórnarfundi.

Kv. Siggi

15.10.2007 12:52:42 / siggi

Undirritaður fór inn í afrétt s.l. laugardag og kláraði að rífa mótin af sökkulveggjunum. Tók dokana með til Víkur þar sem ég taldi víst að ekki verði klárað að steypa í haust. Þarf að fara innúr í vikunni og sækja rest að timbri sem þarf að skila. Þá þarf að ganga frá rörum út úr grunninum áður en fyllt verður í hann.

Kv. Siggi

06.10.2007 08:21:14 / siggi

Í gær fóru Grétar Einarsson og Jón Hjálmarsson inn í afrétt og rifu helminginn af mótunum utan af grunninum. Vonandi finna einhverjir félagar upp á því um helgina að klára verkið. Ég stóð í þeirri meiningu að ekki væri þörf að taka mótin að utan en að sjálfsögðu þarf að gera það. Fylla þarf bæði að utan og innan, annars gætu veggirnir gengið út þegar þjappað er í grunninn.

Kv. Siggi

02.10.2007 21:51:24 / siggi

Nú er búið að rífa mótin innan úr grunni Deildarárskóla. Eftir kl. 16:00 í dag skruppum við þrír inneftir, Gunnar Halldórsson, Magnús Kristjánsson og undirritaður. Vorum komnir heim aftur um kl. 20:00. Nú er bara spurning hversu vel mun ganga að fylla í grunninn, vonandi gerist það sem fyrst en eftir það verður stutt í plötusteypu ef veður verður hagstætt.

Kv. Siggi

30.09.2007 21:17:23 / siggi

Seinnipartinn í gær fórum við Jón bróðir inn í afrétt, Jón fór á dráttarvél frá Karli í Kerlingardal þar sem dráttarvélin í Þórisholti var upptekin við gulrófnaupptekt. Jóni tókst að laga slóða frá Þakgili vestur undir Barð. Fór hann þar að veita ánni en það rann mikið vatn rétt við húsið. Vorum við innfrá fram í myrkur og tókst ekki að ljúka verkinu, skildum vélina Karls eftir innfrá í nótt. Á heimleiðinni vorum við Jón sammála um að ekki tækist að laga slóðann með dráttarvélinni á áætluðum tíma, varð því úr að ég talaði við Andrés í Kerlingardal í gærkvöldi og fékk hann til að koma innúr í morgun á gröfu og klára að laga slóðann og bæta efni í slóðann upp að mótunum. Dagurinn í dag var tekinn snemma, við Eiríkur vorum komnir á stjá fyrir kl. átta í morgun að taka til verkfæri, bensín og fl. Eftir það sóttum við Odd Gíslason og lögðum af stað inneftir. Andrés var kominn vestur undir Barð þegar við komum inn í afrétt um kl. 9 og langt kominn með að laga slóðann. Steypubíllinn var mættur á staðinn kl. 9:45 og átti nú að hefja dælingu en þegar bíllinn var kominn upp að mótunum sökk hann og hallaðist verulega út á hægri hliðina. Þar með var ekki hægt að nota dæluna og fór svo að Andrés mokaði allri steypunni í mótin með gröfunni. Þegar því var lokið dró hann bílinn upp með gröfunni en það varð að taka hann áfram þar sem ekki er hægt að draga hann afturábak, aftan á bílnum er ekkert til að festa í og stuðarinn sokkinn í jörð að hluta. Átti nú að aka bílnum yfir móann austan við grunninn og í sveig niður á aur. Ekki tókst það betur en svo að aftur sökk bíllinn og hallaðist allnokkuð, grafa Andrésar hafði ekki að hagga honum í þetta skiptið og var því kallað á Gunnar Einarsson til aðstoðar, kom hann innúr með sína gröfu á vörubíl. Hófust nú mikil átök með tveimur gröfum og tókst þeim að draga bílinn upp. Eftir það gekk allt ágætlega en þá var kl. að verða þrjú. Eiríkur varð að yfirgefa okkur í hádeginu. Oddur fór svo á mínum bíl til byggða vegna þess að ég varð að taka dráttarvélina Karls í Kerlingardal. Þeir sem tóku þátt í þessum aðgerðum í dag voru: Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, Oddur Gíslason, Andrés Pálmason, Sigurgeir Ingólfsson, Gunnar Einarsson og undirritaður.Myndir verða vonandi settar hér inn fljótlega en þær segja meira en mörg orð. Kv. Siggi

28.09.2007 16:54:40 / siggi

Nú er stefnt að því að steypa grunnveggi Deildarárskóla n.k. sunnudag. Trúlega verður dagurinn tekinn snemma. Steypubíll með dælu frá Klakk og dráttarvél frá Þórisholti munu fara inneftir. Dráttarvélin verður notuð til að laga veginn frá Þakgili vestur að Barði svo steypubílinn komist það auðveldlega. Set hér inn nákvæmari tíma á laugardagskvöld. Ef einhverjir félagar hafa áhuga fyrir að taka þátt þá væri það vel þegið.

Kv. Siggi

11.09.2007 21:56:43 / siggi

Nú má heita að mót fyrir grunnveggi Deildarárskóla séu fullgerð. Aðeins er eftir um tveggja klst vinna við að gera klárt fyrir steypu. Við Björn Friðriksson vorum innfrá í gær og í dag. Í gær var ekki skemmtilegt vinnuveður en við gáfum ekkert eftir fyrr en kl. 17 í gær en þá var komið vestan rok með rigningu. Afréttisáin óx jafnt og þétt allan daginn vegna rigningarinnar svo að það varð nokkuð djúpt á okkur austur úr sundum. Sem betur fer skildum við bílinn hans Bjössa eftir innfrá í nótt. Í dag hefur verið besta veður. Þegar við fórum heim undir kvöld í dag var allur vöxtur úr afréttisánni en hún hafði breytt sér nokkuð og fór svo að ég varð að taka bíl Bjössa í drátt rétt austan við Barð. Emil Sæmundsson kom til okkar í dag til að mæla út steypuhæð á mótin. Emil sá þá morgolótta kind rétt hjá okkur, fékk hann lánað brauð og gekk með það til móts við kindina, kom hún þá hlaupandi til hans og gerði nesti okkar góð skil. Set inn nokkrar myndir sem ég tók í dag en ekkert myndaveður var í gær.

Kv. Siggi

09.09.2007 21:36:00 / siggi

Mest allt mótaefni er nú komið inn í afrétt. Fór ég með það inneftir í dag í mjög fallegu veðri. Aðstoðarmaður minn var Jón Bragi Einarsson. Sjá myndir.

Kv. Siggi

09.09.2007 08:58:41 / siggi

Næstu tvo daga þ.e. mánudag og þriðjudag stendur til að slá upp mótum fyrir grunnveggi Deildarárskóla. best væri ef það tækist að koma líka steypunni í mótin. Björn Friðriksson ætlar að vera með mér þessa tvo daga og vonandi fleiri. Ef einhverjir lagtækir félagar eru á lausu þessa daga væri gott að fá notið þeirra krafta. Í dag, sunnudag ætla ég að vinna að því að koma efni á staðinn. Timbur í mótauppslátt hef ég að mestu fengið lánað hjá Vegagerð og Klakk. Annað hef ég verslað hjá Húsasmiðjunni en þeir styrkja okkur mjög myndarlega vegna uppbyggingu hússins.

Kv. Siggi

s. 8690170  siggihjalmars@simnet.is“>siggihjalmars@simnet.is

13.08.2007 16:41:15 / siggi

14 manns mættu í gönguna á laugardag en þá var farið í Höfðabrekkuafrétt. Vegna veðurs var ekki hægt að halda áætlun, þokan sá til þess. Stórhellir og gamla brúarstæðið var skoðað á leiðinni inneftir, svo var farið í Remundagil og þaðan í Þakgil þar sem nesti var snætt í hellinum hjá Helgu og Bjarna Jóni. Eftir það var gengið upp miðafrétt þar til ekkert sást fyrir þoku, var þá snúið frá og farið vestur að Stakkárgili og fram á Þakgilshöfuð og aftur niður í Þakgil. Á sunnudeginum mættu 17 manns, Farið var upp að skála í Sólheimaheiði og gengið austur að Klifurárgili og niður með því um Ártungnahöfuð og Hrútagilsháls í Húðarból. Þokkalegasta veður sem varð nokkuð blautt í lok göngunnar.

Kv. Siggi

08.08.2007 16:24:22 / siggi

Nú er ljóst að það verður farið í gljúfraskoðun um helgina. 10 – 15 manna hópur hefur nú bókað sig og mun dvelja í Ketilsstaðaskóla. Vonandi verðum við sem flest. Endilega skráið ykkur á iggihjalmars@simnet.is“>siggihjalmars@simnet.is eða í síma 8690170.

Kv. Siggi

24.07.2007 23:08:37 / siggi

Í dag var mælt fyrir nýjum grunni fyrir Deildarárskóla. Sjá myndir í albúmi.

Kv. Siggi

17.07.2007 16:48:59 / siggi

Í gær var tekið fyrir nýjum grunni fyrir Deildarárskóla. Guðjón Þ. Guðmundsson fór inn í afrétt snemma í gærmorgun á traktor með sturtuvagni frá Karli Í Kerlingardal og með litla gröfu frá Emil Sæmundssyni á vagninum. Undirritaður fór svo inneftir eftir vinnu kl. 16:00. Var Guðjón þá búinn að leggja veg að grunnstæðinu og moka ca. 2/3 af efni úr því. Verkinu lauk svo laust eftir miðnætti og vorum við komnir til Víkur um kl. 01:30. Ég stefni á að koma inn myndum frá framkvæmdunum í gær.

Kv. Siggi

09.07.2007 23:42:45 / siggi

vonandi fljótlega við Deildarárskóla. Þrír félagar þ.e. Guðjón, Eiríkur og undirritaður voru innfrá í dag og mældu fyrir undirstöðum hússins á öðrum stað. Þá var dót úr húsinu tekið með til Víkur og komið þar í geymslu. Aðeins var rifið innan úr húsinu til þess að átta sig betur á ástandi þess. Ég stefni að því að koma myndum inn á síðuna en þær segja meira en mörg orð.

Kv. Siggi

08.07.2007 20:29:18 / siggi

Göngur sem vera áttu um næstu helgi þ.e. 13, 14 og 15 júlí falla niður vegna lítillar þátttöku. Að gefnu tilefni skal bent á að hægt er að skrá sig í gönguferðir hjá okkur með því að senda tölvupóst á undirritaðan iggihjalmars@simnet.is“>siggihjalmars@simnet.is  eða hafa samband í síma 8690170.

Kv. Siggi

24.06.2007 11:28:49 / siggi

var ágætlega sótt, 21 göngugarpur tók þátt. Gengið var upp Kaplagarða upp á gömlu Höfðabrekku, byrjað var á því að koma í Klukknhellir en þangað mætti Reynir Ragnarsson og sagði göngufólki frá hellinum og notkun hans. Þá var gengið heim að kirkjugarðinum þar sem Reynir sagði frá ýmsu um staðinn og að því loknu fór hann með okkur að skoða vesturbæjartóftirnar og brunninn þar. Frá Höfðabrekku var gengið niður í Kerlingardal og farið upp á Einarshaug fyrir ofan Stekkatún, þaðan vestur á Hóla og niður Hviflt að gamla brúarstæðinu á Kerlingardalsá.

Vonandi koma myndir hér inn fljótlega.

Kv. Siggi

18.06.2007 14:25:01 / siggi

Kvöldganga um Jónsmessu.

Óvissuferð laugardaginn 23. júní n.k.

Mæting á bankaplaninu í Vík kl. 21:45, lagt af stað þaðan kl. 22:00

Stefnt er að því að standa á fjallstindi kl. 24:00

Verð 500.- fyrir félaga og 700.- fyrir utanfélagsmenn.

Stjórnin.

11.06.2007 23:25:20 / ubjork

eru komnar á síðuna. Krækjan er á vinstri hönd undir myndir.

kv. Unnur Björk

11.06.2007 20:19:24 / siggi

Aðalfundur deildarinnar sem haldinn var í gær tókst með ágætum þó pláss hefði verið fyrir fleiri félaga. Helstu fréttir af fundinum eru þær að það komu inn tveir nýjir stjórnarmenn. Magnús Kristjánsson gjaldkeri og Sigurður B. Baldvinsson meðstj. gáfu ekki kost á sér aftur, í þeirra stað koma inn þau Bergþóra Ástþórsdóttir sem gjaldkeri og Gunnar Halldórsson sem meðstjórnandi. Hér með er þeim Magnúsi og Sigurði þökkuð þeirra störf í stjórninni um leið og ég óska þeim Bergþóru og Gunnari til lukku. Magnús Þór Snorrason og Sæunn Elsa Sigurðardóttir sáu um kaffiveitingar á aðalfundinum og er þeim hér með þakkað fyrir það. Vonandi kemur fundargerðin hér inn á síðuna fljótlega.

Kv. Siggi

05.06.2007 00:07:52 / siggi

Aðalfundur Ferðafélags Mýrdælinga

verður haldinn í Ketilsstaðaskóla

sunnudaginn 10. júní 2007 kl. 20:00.

Stjórnin. 

31.05.2007 17:18:34 / siggi

Vegna veðurs hefur ferðanefnd ákveðið að fresta kvöldgöngunni í kvöld um eina viku.

Stefnum á fimmtudaginn 7. júní á sama tíma.

Kv. Siggi

28.05.2007 23:53:02 / siggi

FOSSGIL

Farið verður á eigin bílum frá bankaplaninu í Vík kl. 19:40, mæting hjá íþróttavellinum við Pétursey kl. 20:00.

Gengið verður inn eftir Fossgili. Leiðsögumaður verður Ólafur H. Þorsteinsson.

Verð f. félagsmenn kr. 500 og kr. 700 f. aðra.

Ferðanefnd.

09.05.2007 19:38:38 / siggi

Ferðanefnd hefur ákveðið að fresta fyrstu gönguferð sumarsins um eina viku. Það er kvöldganga sem vera átti 24. maí n.k. en verður þess í stað 31. maí n.k. Ástæðan er að þann 24. eru prófdagar enn í gangi í skólanum og þá kemst ekki unga fólkið með í gönguna.

Kv. Siggi

20.04.2007 23:11:25 / siggi

GLEÐILEGT SUMAR.

Nú höfum við sett inn verð á gönguferðum sumarsins. Sjá linkinn hér vinstra megin á síðunni ( Gönguferðir 2007 ).

Kv. Siggi

31.01.2007 12:51:45 / siggi

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2007 er nú komin út. Mjög glæsilegar ferðir í boði um land allt. Í áætluninni er ferðaáætlun Ferðafélags Mýrdælinga, eins er hægt að skoða hana hér á síðunni. Ég sé að heimsóknir á þessa síðu hafa aukist nokkuð síðustu vikur, gaman væri að fólk segði skoðun sína á þeim ferðum sem við bjóðum næsta sumar. Rétt er að taka það fram að hugsanlega koma fleiri ferðir hér inn þegar nær dregur sumri, þá er ég að tala um kvöld- og eða dagsferðir.

Kv. Siggi

05.01.2007 14:08:43 / siggi

Gleðilegt ár.

Nú er hægt að skoða hér til hliðar það sem Ferðafélag Mýrdælinga ætlar að bjóða af gönguferðum árið 2007.

Bestu kveðjur

Siggi

25.12.2006 12:21:12 / siggi

Gleðilega jólahátíð. Kv. Siggi

03.11.2006 23:19:31 / siggi

Í dag var skrifað undir gjafaafsal og lóðaleigusamning vegna Deildarárskóla í Höfðabrekkuafrétti. Aðeins er eftir að þinglýsa pappírum en þeir eru komnir til sýslumanns.

Húsið er þar með orðin eign Ferðafélags Mýrdælinga.

Kv. Siggi

07.08.2006 13:54:26 / siggi

Gönguferðin í Höfðabrekkuafrétt í gær gekk mjög vel þrátt fyrir tvísýnt veðurútlit. Það voru 8 manns sem gengu um afréttinn í þessari ferð, allir komu heilir og kátir heim þó þokan væri aðeins að hrella okkur. Nokkrar myndir koma hér inn fljótlega.

Kv. Siggi.

04.08.2006 20:56:34 / siggi

Ákveðið hefur verið að fresta afréttarferðinni sem fara átti á morgun, laugardag og stefna á sunnudaginn þar sem veðurspá er betri fyrir þann dag. Hugsanlega verður gönguáætluninni eitthvað breitt, fer svolítið eftir veðri.

Kv. Siggi

21.07.2006 11:19:58 / siggi

Næsta ferð Ferðfélags Mýrdælinga verður afréttarferð í Höfðabrekkuafrétt sem farin verður laugardaginn 5. ágúst n.k. ( sjá hér til hliðar ). Allt stefnir í að þessi ferð verði farin ef veðrið verður okkur hagstætt, nokkrir hafa skráð sig nú þegar. Endilega skráið ykkur í ferðina sem allra fyrst með því að senda póst á undirritaðan.

Kv. Siggi

18.07.2006 10:11:15 / ubjork

Myndirnar frá síðustu göngu eru komnar inn. Þær birtast undir Höfðabrekkuafréttur og Sólheimaheiði.

Bestu kveðjur
Unnur Björk

09.07.2006 23:27:09 / siggi

Gönguferðir helgarinnar gengu vel þrátt fyrir litla þátttöku og umferðartafir sem urðu til þess að gönguáætlunum var breytt.

Á föstudagskvöld varð engin mæting í göngu um Víkurþorp.

Á laugardagsmorgun voru sex manns mætt við Víkurskála kl. 9:30, var þá lagt af stað frá Vík og haldið í áttina inn í Höfðabrekkuafrétt, þegar komið var að Höfðabrekku var búið að loka veginum vegna töku auglýsingarmyndar í Lambaskörðum. Var þá farið út í Sólheimaheiði og gengið um Lakaland niður Hrossatungur og Selheiði í frábæru veðri. Tókst gangan í alla staði vel og þeir sem þátt tóku voru mjög ánægðir með daginn.

Í dag, ( sunnudag ) var farið í Höfðabrekkuafrétt, sjö voru mættir við Víkurskála kl. 9:30, engar lokanir voru á vegum og var lagt af stað úr þakgili kl. 10:45. Gengið var upp Miðafrétt, á Mælifell og svo niður Barð að Deildarárskóla. Veður frábært og allir mjög sáttir eftir daginn.

Myndir úr þessum ferðum koma vonandi fljótlega hér inn.

Kv. Siggi.

05.07.2006 23:05:39 / siggi

Þrátt fyrir litla þátttöku hefur verið ákveðið að nota góða veðrið um helgina.

Mæting og fl.:

Föstudagur: Gengið um Víkurþorp.

Mæting við Ráðhúsið ( skrifstofa Mýrdalshrepps ) kl. 21:30.

Laugardagur: Höfðabrekkuafréttur.

Gist verður í Sólheimahjáleigu. Mæting við Víkurskála kl. 9:30.

Sunnudagur: Sólheimaheiði.

Mæting í Sólheimahjáleigu kl. 10:00

Heildarverð fyrir helgina:  kr. 5000.- / 7000.-

Verð án gistingar:          Föstudagur   kr. 300.- / 500.-

Laugardagur kr. 2000.- / 2.500.-

Sunnudagur  kr. 2000.- / 2.500.-

Göngustjórar: Áslaug Einarsdóttir og Sigurður Hjálmarsson.

02.07.2006 13:58:30 / ubjork

Það eru komnar myndir frá Jónsmessugöngunni.

Kv. Unnur Björk

26.06.2006 18:25:05 / siggi

Jónsmessuganga s.l. föstudag tókst í alla staði mjög vel. Yfir 30 manns tóku þátt og nutu fagurs útsýnis með frábærri leiðsögn Þóris N. Kjartanssonar. Gangan hófst við Rituberg,  var fyrst gengið upp í bæjarstað og þaðan upp að grafreit. Á leið niður var aftur komið við í bæjarstaðnum og snætt nesti sem lagt var til af Guðmundi í Víkurskála. Þar skiptist hópurinn, þeir sem töldu sig lofthrædda gengu sömu leið til baka en hinir fóru niður Lásastíg. Öllum sem þátt tóku er hér með þökkuð skemmtileg samvera þetta kvöld, Þóri og Guðmundi eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra aðstoð. Myndir úr ferðinni koma vonandi hér á síðuna á næstu dögum.

Kv. Siggi

23.06.2006 13:14:27 / siggi

Jæja gott fólk. Nú er bara að binda á sig gönguskóna og ganga á Hjörleifshöfða. Mæting við KB banka kl. 20:30. Farið þaðan á einkabílum. Félagar greiða kr. 300.- og aðrir kr. 500.-

Þeir sem ganga í félagið fyrir miðnætti greiða kr. 300.-

Kv. Siggi

07.06.2006 10:41:15 / siggi

Nú er ljóst að ekki verður af vorferð félagsins sem vera átti um næstu helgi. Aðeins 4 fullorðnir voru búnir að skrá sig í ferðirnar.

Vonandi gengur betur næst. Mætum öll í kvöldgönguna á Hjörleifshöfða þann 23. júní n.k.

Kv. Siggi

28.05.2006 22:33:37 / ubjork

Myndirnar frá Búrfellsferðinni eru komnar inn. Kíkið á krækjuna hér til vinstri.

28.05.2006 09:16:47 / siggi

Fyrsta gönguferð Ferðafélags Mýrdælinga var farinn að kvöldi 25. maí ( Uppstigningardag ). Gengið var á Búrfell í Mýrdal undir leiðsögn Hróbjarts Vigfússonar á Brekkum. 20 manns gengu á tindana þrjá en ferðin tók rétt um 3 klst. Eftir gönguna buðu hjónin á Brekkum, þau Hróbjartur og Sigríður upp á kaffi og pönnukökur.

Myndir úr ferðinni koma fljótlega hér inn á síðuna.

Takk fyrir skemmtilega ferð.

Kv. Siggi

22.05.2006 00:25:58 / siggi

Ég var staddur í Reykjavík um helgina, hitti þar Pálma Bjarnason hjá Ferðafélagi Íslands. Þar var ákveðið að vinna að útgáfu bæklings um Höfðabrekku- og Kerlingardalsafrétt og öllu svæðinu suður að Kerlingardal. Safna þarf ýmsu efni og ljósmyndum í sumar þar sem stefna F Í er að gefa bæklinginn út fyrir sumarið 2007.

Kv. Siggi

19.05.2006 18:21:13 / ubjork

Búrfell

25. maí

Farið verður á eigin bílum frá bankaplaninu í Vík kl. 19:45.

Gengið verður frá Brekkum kl 20:00 beint á Búrfell.

Göngustjóri: Hróbjartur Vigfússon.

Verð fyrir félagsmenn 300 kr.og 500 kr. fyrir aðra.

20.03.2006 19:24:33 / ubjork

Viðtal var tekið við Sigurð Hjálmarsson í dag í þættunum Vítt og breytt á Rás 1. Viðtalið má heyra hér.

Þeir sem vilja skrá sig í félagið er bent á að hafa samband við Sigurð eða aðra stjórnarmenn.

20.03.2006 12:00:23 / ubjork

Í gær var stofnað í Vík í Mýrdal, Ferðafélag Mýrdælinga sem er deild innan Ferðafélags Íslands.

Um 20 manns sóttu fundinn.

Kosin var 5 manna stjórn sem mun hittast fljótlega og skipta með sér verkum. Í stjórnina voru kosin Sigurður Hjálmarsson, Sigurður B. Baldvinsson, Guðjón Þ. Guðmundsson, Magnús Kristjánsson og Þórhildur Jónsdóttir. Skoðunarmenn voru kosnir Grétar Einarsson og Karl Pálmason.

Formaður og framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands mættu á fundinn.

19.03.2006 11:56:11 / ubjork

er í dag á Ströndinni í Víkurskála. Kl. 16:00

Áhugasamir fjölmennið.

07.03.2006 22:50:02 / ganga

um stofnun deildar Ferðafélags Íslands í Mýrdal verður haldinn á Ströndinni í Víkurskála sunnudaginn 19. mars 2006 kl. 16:00

Mýrdælingar og aðrir eru hvattir til að mæta á stofnfundinn og skrá sig í deildina.

Undirbúningsnefndin